Þetta hefur áunnist

Víðtæk samvinna er lykillinn að öllum neðangreindum verkefnum, eftir atvikum við hagsmunaaðila, ríkisstjórn og Alþingi. Listinn er ekki tæmandi og nær t.d. ekki utan um öll mál sem unnin hafa verið í samvinnu við aðra ráðherra á vettvangi ríkisstjórnar.

Nýsköpun, rannsóknir og þróun

  • Nýsköpunarstefna innleidd
  • Kría, hvatasjóður vísifjárfestinga stofnaður, til að svara brýnni þörf frumkvöðlafyrirtækja
  • Lóa, nýsköpunarsjóður landsbyggðarinnar stofnaður, til að svara brýnni þörf fyrir eflingu nýsköpunar á landsbyggðinni
  • Viðmið um endurgreiðslur á rannsókna- og þróunarkostnaði fyrirtækja hækkuð verulega
  • Fjárveitingar til Tækniþróunarsjóðs auknar
  • Heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í vísisjóðum auknar
  • Stuðningsumhverfi nýsköpunar endurskoðað
  • Skattaafsláttur einstaklinga vegna fjárfestinga í hlutafélögum aukinn
  • Aukinn stuðningur við stafrænar smiðjur, Fab-labs, víðs vegar um landið, í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Stofnun Auðnu tæknitorgs
  • Stuðnings-Kría, tímabundið Covid-úrræði til stuðnings lífvænlegum sprotafyrirtækjum í rekstrarvanda vegna faraldurs
  • Átak í nýsköpun í heilbrigðisþjónustu (í tengslum við Covid) í samstarfi við fjármála- og velferðarráðuneyti


Ferðaþjónusta

  • Framtíðarsýn og leiðarljós ferðaþjónustunnar innleidd
  • Markaðsstofur landshlutanna styrktar og samið um breytingu þeirra í áfangastaðastofur með nýjum áherslum; fleiri verkefni færð til áfangastaðastofa með áherslu á forræði heimamanna við uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu um land allt
  • Jafnvægisás ferðaþjónustunnar þróaður og innleiddur sem eitt af mikilvægustu mælitækjum greinarinnar með tugum sjálfbærnivísa
  • Fjárveitingar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða auknar og áherslur sjóðsins skerptar, meðal annars með hliðsjón af áfangastaðaáætlunum landshlutanna
  • Aukin áhersla á aðgengi fyrir alla á ferðamannastöðum, með aukinni umræðu, forgangsröðun í framkvæmdum og auknu fjármagni
  • Rannsóknir í ferðaþjónustu efldar; nýjar aðferðir við gagnasöfnun, áhersla á rannsóknir sem tengjast rekstri ferðaþjónustu og hagtölur, stefnt að því að rannsóknir og gögn verði greinanleg niður á landshluta og undirliggjandi greinar ferðaþjónustu
  • Mælaborð ferðaþjónustunnar þróað og betrumbætt
  • Haldið utan um hagsmuni ferðaþjónustu í efnahagslegum mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna Covid
  • Ferðagjöf í þágu ferðalaga innanlands vegna Covid, 2020 og 2021
  • „Komdu með“, hvatningarátak um að ferðast innanlands
  • Tímamótaverkefni í áfangastaðastjórnun um fyrirmyndaráfangastaði, eða Vörður, hrundið af stokkunum
  • Endurhugsun á vefkynningu Íslands sem áfangastaðar á vefnum VisitIceland.com; upplýsingagjöf til ferðamanna með nýjum og stafrænum hætti
  • Stoðkerfi og starfsumhverfi ferðaþjónustunnar styrkt með endurskoðun laga um Ferðamálastofu og laga um pakkaferðir og samsetta ferðatilhögun
  • Ferðatryggingasjóður stofnaður til hagsbóta fyrir bæði ferðaskrifstofur og neytendavernd
  • Ferðaábyrgðasjóður stofnaður til að koma til móts við tímabundinn Covid-vanda ferðaskipuleggjenda
  • Hæfnisetur ferðaþjónustunnar styrkt í sessi með fjármagni
  • Safe-Travel verkefni Landsbjargar um öryggi ferðamanna eflt með fjármagni
  • Fimm ára samningur við Íslandsstofu um markaðssetningu erlendis
  • Öflugt markaðsátak erlendis vegna Covid fjármagnað og hafið, til að styðja við endurreisn þegar forsendur leyfa


Orka og iðnaður

  • Orkustefna innleidd í þverpólitískri sátt
  • Full jöfnun dreifikostnaðar raforku um landið fjármögnuð frá hausti 2021
  • Jarðstrengjavæðingu dreifikerfisins flýtt úr 15 árum í 5 ár
  • Átaksverkefni í þrífösun; flýtigjald fjármagnað af ríkissjóði
  • Tímamótamarkmið sett um að Ísland skipti yfir í eigin orku og verði óháð jarðefnaeldsneyti í síðasta lagi 2050
  • Átak í innviðafjárfestingum raforku í kjölfar óveðurs
  • „Græni dregillinn“, samstarfsverkefni með Íslandsstofu um bætta þjónustu við græn fjárfestingarverkefni hrundið af stað í samráði við atvinnuþróunarfélögin og fleiri
  • Greining á tækifærum grænna iðngarða, ekki síst á landsbyggðinni, að erlendri fyrirmynd hafin og styrkt með fjármagni
  • Athugun á fjölnýtingu varma á Grundartanga styrkt af Orkusjóði og athugun á rafeldsneytisframleiðslu á sama svæði styrkt af Alþingi/ríkissjóði
  • Frjálst val neytenda um raforkusala betur tryggt með reglugerð
  • Frumvarp um ívilnanir til grænna fjárfestinga lagt fram (af fjármálaráðherra)
  • Stuðningur við orkuskipti stóraukinn, m.a. með innviðastyrkjum
  • Fyrsta óháða úttektin á samkeppnishæfni orkuverðs til stóriðju, a.m.k. frá því að trúnaður var settur á um orkusamninga
  • Breytingar lagðar fram á raforkulögum sem munu stuðla að lægra orkuverði, m.a. með breyttum gjaldskrárforsendum dreifiveitna
  • Almennar stuðningsyfirlýsingar undirritaðar við fjárfestingarverkefni á þróunarstigi, svo sem CarbFix og fleiri
  • Leiðir skilgreindar til að tryggja orkuöryggi á almennum markaði
  • Viljayfirlýsing undirrituð um að Landsnet verði óháð raforkuframleiðendum

Viðskipti, ríkisrekstur og annað

  • Aðgangur að ársreikningum fyrirtækja gerður gjaldfrjáls
  • Sextán úrelt lög afnumin og tugir ákvæða í öðrum lögum ýmist einfölduð eða afnumin, óþarfa leyfisveitingar afnumdar o.s.frv.; næsti áfangi í einföldun regluverks lagður fram
  • OECD fengið til að greina tækifæri til einföldunar regluverks í ferðaþjónustu og byggingariðnaði, í þágu aukinnar framleiðni og samkeppni með minni aðgangshindrunum; fyrstu tillögur á þeim grundvelli kynntar 
  • Erlendum sérfræðingum auðveldað að starfa tímabundið á Íslandi
  • Gagnsæi um starfsemi kerfislega mikilvægra fyrirtækja aukið með lagabreytingu um aukna upplýsingagjöf
  • Samkeppnislög endurskoðuð í þágu bæði neytenda og fyrirtækja og regluverk einfaldað, einkum með tilliti til samrunamála
  • Klasastefna mótuð og kynnt
  • Umframeftirspurn eftir endurgreiðslum til kvikmyndagerðar fjármögnuð
  • Endurskoðun á endurgreiðslukerfi kvikmynda hafin, m.a. með óháðum úttektum á alþjóðlegri samkeppnishæfni kerfisins, sem og áhrifum þess á ríkissjóð
  • Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og fjármagni skilað í ríkissjóð
  • Tímabundið „Átak til atvinnusköpunar“ frá árinu 1996 lagt niður og fjármagni skilað í ríkissjóð
  • Lögum um Neytendastofu breytt til að einfalda verkefni stofnunarinnar
  • Búsetuskilyrði EES-borgara í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri felld brott
  • Leyfisveitingar einfaldaðar með rafrænni gátt
  • Aukin rafræn málsmeðferð hjá fyrirtækjaskrá