Ólafur Teitur Guðnason

Tækifæri Íslands

„Eitt stærsta ímyndartækifæri Íslands á næstu árum er að taka afgerandi forystu í loftslagsmálum með orkuskiptum og verða þannig óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.“ – Morgunblaðsgrein, 21. febrúar 2021.

Græn orka í lykilhlutverki

„Markmið orkuskipta eru þau að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti og að öll starfsemi, hvort sem er á landi, í lofti eða á legi verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.“ – Ræða á ársfundi Samorku, 8. september 2020.

Framboðsræða til varaformanns Sjálfstæðisflokksins

„Við Sjálfstæðismenn eigum erindi við framtíðina af því að við skiljum hvers hún krefst af okkur. Hún krefst þess að einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi blómstri sem aldrei fyrr, í allra þágu. Því að þannig nær venjulegt fólk óvenjulegum árangri.“ – Framboðsræða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, 17. mars 2018.

Efst á baugi í orkumálum

„Framleiðsla á grænu vetni er mjög ofarlega á baugi í Evrópu um þessar mundir. Í því felast hugsanlega möguleikar fyrir okkur Íslendinga.“ – Ræða á ársfundi Orkustofnunar, 15. október 2020.

Gömul gildi og ný

„Þó að Jesú sé í dag ímynd hinna „gömlu og góðu gilda“ er hollt að hafa í huga að hann var sjálfur róttækur.“ – Morgunblaðsgrein, 16. desember 2018.

Helsti grundvöllur aukinnar velmegunar

„Nýsköpun er ekki aðeins krúttleg uppátæki ungs fólks sem fær sniðugar hugmyndir. Nýsköpun er þvert á móti mikil alvara fyrir samfélag sem vill stuðla að frekari verðmætasköpun.“ – Morgunblaðsgrein, 23. september 2018.

Tækifæri smávirkjana

Ég tel að það felist margvísleg tækifæri í uppbyggingu smávirkjana á Íslandi og að mörgu leyti sé um vannýtta auðlind að ræða. Ekki bara frá sjónarhóli orkumála heldur líka byggðamála. – Ræða á ráðstefnu Orkustofnunar, 17. október 2019.