Landsmálin og landsbyggðin

Aðgerðir til að jafna aðstöðumun

„Í fjármálaáætlun og frumvarpi til fjárlaga 2019 er að finna sérstaka aðgerð um varmadæluvæðingu á stórum og smáum skala á köldum svæðum til að draga úr raforkunotkun.“ – Ræða á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, 12. október 2018.

Þrífösun: þörf á nýrri nálgun

„Áhugi minn beinist ekki síst að því að láta reyna á samlegðaráhrif með ljósleiðaraframkvæmdum sem standa fyrir dyrum, til dæmis í Borgarbyggð og Skaftárhreppi.“ – Grein á vef Skessuhorns, 23. maí 2018.

Jöfnun dreifikostnaðar raforku

„Í dag er of mikill munur á orkukostnaði eftir búsetu. Ég tel þetta einn alvarlegasta ágalla á því regluverki og fyrirkomulagi sem við búum við í dag á sviði raforkumála.“ – Ræða á Alþingi, 25. nóvember 2019.

Staðan í stjórnmálum í byrjun árs

„Eins krefjandi og ótal verkefni samtímans eru, þá tel ég að þegar frá líður verði þessi ríkisstjórn ekki síst dæmd af því hve vel henni tekst að búa okkur undir breytta framtíð.“ – Ræða við stjórnmálaumræður á Alþingi, 21. janúar 2019.

Sóknarhugur um allt land

„Hitt sem mér finnst standa upp úr er sóknarhugurinn í öllum landshlutum, sem ég finn svo skýrt fyrir um þessar mundir.“ – Morgunblaðsgrein, 18. apríl 2021.

Hlökkum til morgundagsins

„Í þeirri byggingarsögu hefur enginn flokkur lagt meira á sig, lagt harðar að sér, sett niður fleiri hornsteina og reist fleiri og sterkari stoðir heldur en Sjálfstæðisflokkurinn.“ – Ræða á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, 14. september 2019.

Staðreyndir um veiðigjald

„Það væri óskandi að þingmenn sem hæst hafa í þessari umræðu myndu treysta sér í efnislega og málefnalega umræðu um staðreyndir í stað þessa að þyrla upp ryki.“ – Morgunblaðsgrein, 3. júní 2018.