Iðnaður og orka

Sterk staða Íslands

„Þjóðarvörumerkið „Ísland“ er nú 26 milljarða dollara virði, að mati þessa fyrirtækis.“ – Ræða á Framleiðsluþingi Samtaka iðnaðarins, 6. desember 2017.

Tækifæri Íslands

„Eitt stærsta ímyndartækifæri Íslands á næstu árum er að taka afgerandi forystu í loftslagsmálum með orkuskiptum og verða þannig óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.“ – Morgunblaðsgrein, 21. febrúar 2021.

Græn orka í lykilhlutverki

„Markmið orkuskipta eru þau að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti og að öll starfsemi, hvort sem er á landi, í lofti eða á legi verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.“ – Ræða á ársfundi Samorku, 8. september 2020.

Efst á baugi í orkumálum

„Framleiðsla á grænu vetni er mjög ofarlega á baugi í Evrópu um þessar mundir. Í því felast hugsanlega möguleikar fyrir okkur Íslendinga.“ – Ræða á ársfundi Orkustofnunar, 15. október 2020.

Tækifæri smávirkjana

Ég tel að það felist margvísleg tækifæri í uppbyggingu smávirkjana á Íslandi og að mörgu leyti sé um vannýtta auðlind að ræða. Ekki bara frá sjónarhóli orkumála heldur líka byggðamála. – Ræða á ráðstefnu Orkustofnunar, 17. október 2019.

Orkustefna í mótun

„Orkumál eru nátengd byggðamálum, umhverfismálum, efnahagsmálum, nýsköpun, rannsóknum og almennri lífsgæðaþróun. Það skiptir því sköpum að horfa fram í tímann og setja skýra langtímastefnu.“ – Ræða á ársfundi Samorku, 6. mars 2019.

Uppbygging álframleiðslu var heillaspor

„Telja má líklegt að álfyrirtækin hafi mikil tækifæri á næstu árum til að gera sér mat úr þeirri staðreynd að álið sem kemur frá Íslandi er framleitt með hreinni orku.“ – Ræða á ársfundi Samáls, 11. maí 2017.

Orkustefna

„Orkustefnan varpar ljósi á þau fjölmörgu forgangsverkefni í orkumálum sem við getum náð samkomulagi um þvert á flokka. Það stuðlar að hraðari framförum.“ – Fréttablaðsgrein, 5. október 2020.