Iðnaður og orka

Fimm fletir orkumála í deiglunni

„Vatnsafl og jarðvarmi tilheyra eignarhaldi á landi, rétt eins og laxveiðiréttindi tilheyra jörðum. Ef Jón og Gunna eiga landið þá eiga Jón og Gunna viðkomandi orkuauðlind. Ef ríkið á landið þá á ríkið viðkomandi orkuauðlind.“ – Ræða á ársfundi Landsvirkjunar, 28. febrúar 2019.

Skiptum yfir í eigin orku

„Í stað þess að kaupa olíu og bensín frá útlöndum fyrir 80-120 milljarða á ári gætum við orðið sjálfbær um eldsneyti.“ – Fréttablaðsgrein, 26. mars 2021, ásamt Bjarna Benediktssyni.

Rammaáætlun, Hvalárvirkjun og fylkingar

“Við höfum komið því þannig fyrir að í stað þess að tvær fylkingar standi í sífelldum hrópum og köllum um hvern virkjunarkostinn á fætur öðrum eru lög í landinu um hvernig við komumst að niðurstöðu.” – Morgunblaðsgrein, 1. júlí 2018.

Tímamótatillaga um flutningskerfi raforku

„Rauði þráðurinn í tillögunni er að styrkja þurfi flutningskerfið til að ná nánar tilgreindum markmiðum, meðal annars um orkuskipti, afhendingaröryggi um allt land og möguleikum til atvinnuuppbyggingar.“ – Morgunblaðsgrein, 11. febrúar 2018.

Næstu grænu skref kalla á orku og innviði

„Það skýtur skökku við að þótt við séum í fremstu röð í grænni orkuframleiðslu þarf trekk í trekk að grípa til þess ráðs á Vestfjörðum að framleiða rafmagn með olíu vegna rafmagnstruflana.“ – Morgunblaðsgrein, 30. júlí 2017.