Upplýsingatækni og gervigreind
„Það er risavaxið verkefni að takast á við tækifæri og áskoranir þessarar þróunar og beina henni í rétta átt til að hún þjóni okkur, en ekki við henni.“ – Ræða á UT-messu, 8. febrúar 2019.
„Það er risavaxið verkefni að takast á við tækifæri og áskoranir þessarar þróunar og beina henni í rétta átt til að hún þjóni okkur, en ekki við henni.“ – Ræða á UT-messu, 8. febrúar 2019.
„Nýsköpun er ekki aðeins krúttleg uppátæki ungs fólks sem fær sniðugar hugmyndir. Nýsköpun er þvert á móti mikil alvara fyrir samfélag sem vill stuðla að frekari verðmætasköpun.“ – Morgunblaðsgrein, 23. september 2018.
„Það er mikilvægt að við hugsum stórt og komum fram með lausnir sem gagnast ekki bara okkar litlu þjóð, heldur einnig á erlendum vettvangi.“ – Ræða á Nýsköpunarþingi, 30. október 2018.
„Frá mínum bæjardyrum séð getur Ísland vel orðið draumaland nýsköpunar, og ég tel að okkur hafi miðað talsvert í þá átt á seinustu árum.“ – Ræða á Nýsköpunarþingi, 30. mars 2017.
„Grunnstef stefnunnar er sú trú að framtíðarvelmegun þjóðarinnar byggist á því að búa til ný verðmæti. Þau munu ekki koma upp í hendurnar á okkur eða falla okkur sjálfkrafa í skaut.“ – Morgunblaðsgrein, 6. október 2019.
„Efnahagslegt sjálfstæði okkar og fullveldi veltur að verulegu leyti á því að við tökum afgerandi stöðu með hugvitinu.“ – Morgunblaðsgrein, 1. desember 2019.
„Það sem af er þessu ári hefur verið fjárfest í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum fyrir um 17 milljarða króna. Það er meira en allt árið 2019.“ – Morgunblaðsgrein, 29. nóvember 2020.