Þórdís Kolbrún

Reykfjörð Gylfadóttir

1. sæti


Mín sýn er að Ísland sé land tækifæranna

Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er að tryggja að fólk um allt land hafi sem bestan farveg til að þroska og nýta hæfileika sína. Á því velta bæði lífsgæði okkar og lífskjör, hamingja okkar og velferð. Með því að setja einstaklinginn í fyrsta sæti, fólkið sjálft, á grundvelli frelsis og ábyrgðar, setjum við Ísland allt í fyrsta sæti.


Ég trúi á tækifæri Norðvesturkjördæmis til að eflast og blómstra á grundvelli mannauðs og betri innviða, og að framundan sé tími aukinnar verðmætasköpunar í bæði rótgrónum og nýjum atvinnugreinum með nýsköpun og hugvit að leiðarljósi - sé rétt á málum haldið.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram 16. og 19. júní.

Ég bið um þinn stuðning og ég tel að þú hafir tvær ástæður til þess: Það sem ég stend fyrir og hvaða árangri ég hef náð. Hér á síðunni er fjallað ítarlega um hvort tveggja.

Takk fyrir að vilja skrá þig á listann minn hér til hægri sem veitir upplýsingar um fundi, viðburði, prófkjör og annað slíkt sem viðkemur framboði mínu fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi.

Mér er annt um persónuvernd þína og vil því upplýsa þig um að með skráningu þinni á listann safnast upplýsingar um nafn, póstnúmer, netfang og símanúmer þitt. Með skráningu á listann samþykkir þú vinnslu fyrrgreindra persónuupplýsinga.


Óskir þú eftir afskráningu af fyrrgreindum lista vinsamlega sendu tölvupóst á thordiskolbrun@thordiskolbrun.is

Fyrir þetta stend ég

Landsmálin og byggðirnar
Samfélagssýn
Iðnaður og orka
Nýsköpun
Ferðaþjónusta
Viðskipti og
ríkisrekstur

Þetta hefur áunnist

Nýsköpun, rannsóknir og þróun
Ferðaþjónusta
Orka og iðnaður
Viðskipti, ríkisrekstur og annað

Svipmyndir úr störfum mínum

Um mig

Ég er fædd á Akranesi 4. nóvember 1987. Eiginmaður min er Hjalti Sigvaldason Mogensen lögmaður og saman eigum við tvö börn, Marvin Gylfa (2012) og Kristínu Fjólu (2016). Faðir minn er Gylfi R. Guðmundsson þjónustustjóri og móðir mín Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir sjúkraliði.

Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi og var í skiptinámi á vegum AFS í Vínarborg einn vetur. Ég útskrifaðist með BA-próf í lögfræði frá HR 2010, stundaði Erasmus-skiptinám við Universität Salzburg vorið 2011, og lauk ML-prófi í lögfræði frá HR 2012.

Ég hóf margs konar stjórnmálaþátttöku í Sjálfstæðisflokknum árið 2007 og hef verið á lista flokksins fyrir allar alþingiskosningar í Norðvesturkjördæmi síðan. Þá hef ég setið í stjórn SUS, verið formaður Þórs, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, tekið þátt í prófkjörum, verið kosningastjóri o.fl. Auk þátttöku í Lögréttu, félagsstarfi lagadeildar HR.


Ég var lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 2011-2012; framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013-2014; stundakennari í stjórnskipunarrétti við lagadeild HR 2013-2015; aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra 2014-2016; og hef verið ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra síðan 11. janúar 2017 og dómsmálaráðherra 14. mars til 6. september 2019.


Ég hlaut kjör til Alþingis fyrir Norðvesturkjördæmi 2016 og var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins 2018.