Um mig

Ég er fædd á Akranesi 4. nóvember 1987. Eiginmaður min er Hjalti Sigvaldason Mogensen lögmaður og saman eigum við tvö börn, Marvin Gylfa (2012) og Kristínu Fjólu (2016). Faðir minn er Gylfi R. Guðmundsson þjónustustjóri og móðir mín Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir sjúkraliði.

Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi og var í skiptinámi á vegum AFS í Vínarborg einn vetur. Ég útskrifaðist með BA-próf í lögfræði frá HR 2010, stundaði Erasmus-skiptinám við Universität Salzburg vorið 2011, og lauk ML-prófi í lögfræði frá HR 2012.


Ég hóf margs konar stjórnmálaþátttöku í Sjálfstæðisflokknum árið 2007 og hef verið á lista flokksins fyrir allar alþingiskosningar í Norðvesturkjördæmi síðan. Þá hef ég setið í stjórn SUS, verið formaður Þórs, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, tekið þátt í prófkjörum, verið kosningastjóri o.fl. Auk þátttöku í Lögréttu, félagsstarfi lagadeildar HR.


Ég var lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 2011-2012; framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013-2014; stundakennari í stjórnskipunarrétti við lagadeild HR 2013-2015; aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra 2014-2016; og hef verið ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra síðan 11. janúar 2017 og dómsmálaráðherra 14. mars til 6. september 2019.


Ég hlaut kjör til Alþingis fyrir Norðvesturkjördæmi 2016 og var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins 2018.