Ferðaþjónusta

Verkefni dagsins í ferðaþjónustu

„Í dag erum við að fjalla um fótspor. Með hliðsjón af því leyfi ég mér að stinga upp á því, að við séum stödd á þeim stað í ævintýrinu, þar sem verið er að rannsaka hvort fóturinn passar í skóinn.“ – Ræða á Ferðaþjónustudegi SAF, 21. mars 2018.

Árangur íslenskrar ferðaþjónustu

„Ef einhver hefði tekið að sér að framfylgja því markmiði að á sjö árum myndum við fjórfalda tölu ferðamanna ásamt því að ná efsta sæti í ánægjukönnun stærstu ferðasíðu heims og yfir 70% NPS-skori, þá er ekki ólíklegt að við værum í dag að verðlauna viðkomandi.“ – Morgunblaðsgrein, 17. júní 2018.